Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Geitafellsá í Reykjahverfi

Geitafellsá í Reykjahverfi

2 stanga silungsveiðisvæði stórir urriðar og góð bleikju veiði!


Geitafellsá er hluti af hinu víðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Áin rennur úr Kringluvatni í Langavatn. Góð urriða veiði getur verið í Geitafellsá allt tímabilið og leynast vænir fiskar inn á milli en það getur verið langt á milli þeirra. Þegar líða tekur á sumarið og Langavatn byrjar að hitna byrjar bleikjan að ganga upp ánna og þá er möguleiki á að lenda í mokveiði og er meðal stærð bleikjunnar frekar smá en þó veiðast alltaf stærri bleikjur inn á milli. Besta bleikjuveiðin er yfirleitt í júlí og ágúst. Á haustin getur einnig verið mjög áhugavert þegar urriðinn nálgast hrygningu og verður árásagjarn. Einnig er í rauninni ekkert sem stoppar laxinn sem gengur upp Mýrarkvísl frá því að halda áfram uppí Geitafellsá og hafa sést laxar þarna seinni part sumars en ekki er komin nægileg veiðireynsla til að segja til um það.


Veiðireglur

Seldar eru 2 stangir, hálfan dag í senn.

7-13 og 16-22 en eftir 15. ágúst 7-13 og 15-21.

Fluga eingöngu

Sleppa skal öllum laxi og urriða en heimilt að drepa bleikju.


Veiðihús

Möguleiki er á að fá gistingu á Geitafelli sjá nánar hér https://www.facebook.com/Geitafell-road-87-103918053588533/ 


Annað

Geitafellsá hefur ekki verið veidd mikið síðustu ár en þó nóg til að vita að þar leynast bæði vænir urriðar ásamt bleikju í miklu magni þegar hún byrjar að ganga úr Langavatni. Það er mikilvægt að safna saman upplýsingum frá veiðimönnum til að gera sér grein fyrir veiðistöðum osfv og viljum við biðja veiðimenn að skrá veiði gaumgæfilega og helst senda okkur upplýsingar til að hjálpa okkur að kortleggja svæðið?

Veiðimenn eru beðnir up að forðast að fara inná bílaplan við Geitafellsá og hafa umgang í kringum Geitafell sem minnstan til að forðast að valda ónæði.

Skráning í veiðibók fer fram í AnglingIQ appinu eða hér https://logbooks.anglingiq.com/log?token=13dc580df0c1316c800816fe1afca05e


Skilmálar

Kaupandi skuldbindur sig til að skrá veiði í veiðibók á AnlingIQ. Veiðileyfi fást ekki endurgreidd.



Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.