Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Laxá í Aðaldal - Múlatorfa

Laxá í Aðaldal - Múlatorfa

2 stanga svæði með urriðaveiði á heimsmælikvarða og laxavon!


Múlatorfa er miðhluti vesturbakka urriðasvæðanna neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal. Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir.


Veiðireglur

Seldar eru 3 stangir, hálfan dag í senn.

7-13 og 16-22 en eftir 15. ágúst 7-13 og 15-21.

Fluga eingöngu

Sleppa þarf öllum laxi en 2 fiska kvóti er á urriða á stöng á hálfum degi.


Veiðihús

Ekkert veiðihús er á svæðinu en veiðimönnum er bent á gistingu í nærliggjandi gistihúsum, Þinghúsinu, sími 464 3695, Gistihúsinu Brekku, sími 899 4218.


Annað

Nautgripir eru í afgirta hólfinu sem áin rennur í gegnum og er veiðimönnum því bent á að geyma bíla í afgirtu bíla hólfi til að forðast skemmdir á bílum. 

Skráning í veiðibók fer fram í AnglingIQ appinu eða hér https://logbooks.anglingiq.com/log?token=6d5e997c5bafb178538f5731cb6b3491


Skilmálar

Kaupandi skuldbindur sig til að skrá veiði í veiðibók. Veiðileyfi fást ekki endurgreidd.



Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.