Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Vestmannsvatn í Reykjadal

Vestmannsvatn í Reykjadal

10 stanga silungsveiðisvæði, stórir urriðar og góð bleikju veiði!


Vestmannsvatn er þar sem Reykjadalur og Aðaldalur mætast á milli Mývatns og Húsavíkur. Í vatninu eru bæði urriði og bleikja og jafnvel stöku lax. Vestmannsvatn er hluti af hinu viðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Úr vatninu rennur Eyvindarlækur niður í Laxá og þaðan til sjávar. Í vatnið fellur svo Reykjadalsá. 


Veiðireglur

Allt löglegt agn er leyft.

Veiðitímabilið er 1. janúar til 31.  desember.

Daglegur veiðitími er 06:00-24:00


Veiðihús

Möguleiki er á að fá gistingu á Vestmannsvatn Guesthouse sjá nánar hér https://www.facebook.com/vestmannsvatnguesthouse/ 


Annað

Skráning í veiðibók fer fram í AnglingIQ appinu eða hér https://logbooks.anglingiq.com/log?token=9b5ef4ffb997b19ab520b3167b4ea5d4


Skilmálar

Kaupandi skuldbindur sig til að skrá veiði í veiðibók. Veiðileyfi fást ekki endurgreidd.



Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.