Eyvindarlækur fellur úr Vestmannsvatni um Sýrnesvatn og Mýlaugsstaðavatn. Eyvindarlækur fellur til Laxár í Aðaldal á móts við Hafursey milli Syðra Fjalls og Múlatorfu.
Seldar eru 2 stangir, hálfan dag í senn.
7-13 og 16-22 en eftir 15. ágúst 7-13 og 15-21.
Fluga eingöngu
Sleppa þarf öllum laxi en leyfilegt er að hirða allan urriða.
Veiðimönnum er bent á gistingu í nærliggjandi gistihúsum, Þinghúsinu, sími 464 3695, Gistihúsinu Brekku, sími 899 4218 ef menn vilja hafa meiri þægindi.
Eyvindarlækur hefur ekki verið mikið veiddur mikið síðustu ár og er því verði veiðileyfa stillt í hóf í von um að það aukist veiðireynsla á svæðinu. Laxveiði fór mest í 100 laxa í Eyvindarlæk hér áður fyrr svo það er spennandi að sjá hvernig þetta fyrirkomulag kemur út.
Skráning í veiðibók fer fram í AnglingIQ appinu eða hér https://logbooks.anglingiq.com/log?token=3ed349caecd98bd1b979098ad1164f7d
Kaupandi skuldbindur sig til að skrá veiði í veiðibók. Veiðileyfi fást ekki endurgreidd.