Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Kringluvatn í Reykjahverfi

Kringluvatn í Reykjahverfi

10 stanga silungsveiðisvæði, stórir urriðar og góð bleikju veiði!


Kringluvatn er í Reykjahverfi á milli Mývatns og Húsavíkur.  Í vatninu eru bæði urriði og bleikja og jafnvel stöku lax.   Kringluvatn er hluti af hinu víðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal.  Úr vatninu rennur Kringlugerðisá sem verður að Geitafellsá sem rennur í Langavatn. Úr Langavatni rennur svo Mýrarkvísl niður í Laxá og þaðan til sjávar. Góð dorgveiði er í vatninu á veturna.


Veiðireglur

Allt löglegt agn er leyft.

Leyfilegt er að hirða allan fisk sem veiðist en eru veiðimenn þó beðnir um að sleppa stórum urriðum.

Veiðitímabilið er 1. janúar til 20.  Október.

Daglegur veiðitími er 06:00-24:00


Veiðihús

Möguleiki er á að fá gistingu á Langavatni Guesthouse sjá nánar hér http://www.langavatn.com/


Annað

Mikið grisjunar starf hefur verið unnið í Kringluvatni síðustu ár með góðum árangri og er bleikjan búin að ná sér á strik aftur eftir og er þannig farið að veiðast bleikjur sem teljast góður matfiskur. Áfram verður haldið að grisja vatnið og geta því veiðimenn búist við að sjá net úti á vatninu í einstaka tilfellum.

Skráning í veiðibók fer fram í AnglingIQ appinu eða hér https://logbooks.anglingiq.com/log?token=9d34e6bd0d9afefbfed64c82f24ed85b


Skilmálar

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.



Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.