Veiðisvæði Ytra Fjalls í Laxá í Aðaldal er forn frægt stórlaxasvæði. Um að ræða vesturbakka Laxár, frá Girðingu við Laxhólma og niður að Neðri ós á Óseyri.
Frábær fjölskylduparadís, með möguleika á skemmtilegu veiðihúsi, sem bóka þarf sérstaklega.
Seldar eru 2 stangir, hálfan dag í senn.
7-13 og 16-22 en eftir 15. ágúst 7-13 og 15-21.
Fluga eingöngu
Sleppa þarf öllum laxi en 2 fiska kvóti er á urriða á stöng á hálfum degi.
Veiðimönnum er bent á gistingu í nærliggjandi gistihúsum, Þinghúsinu, sími 464 3695, Gistihúsinu Brekku, sími 899 4218 ef menn vilja hafa meiri þægindi.
Skráning í veiðibók fer fram í AnglingIQ appinu eða hér https://logbooks.anglingiq.com/log?token=6d5e997c5bafb178538f5731cb6b3491
Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.