Jarlstaðir og Tjörn samanstendur af veiðistöðum fyrir landi jarðanna Jarlsstaða,Hjarðarhaga og Tjarnar. Svæðið hefur í gegnum tíðina verið veitt sem laxveiðisvæði og eru sumir af þekktustu stórlaxastöðum Íslands á svæðinu (Breiðeyri,Dýjaveitur,Símastrengur). Með minnkandi laxveiði í Laxá hefur verið lögð rýkari áhersla á urriðaveiði síðustu 3 ár og hafa fleiri og fleiri nýjir urriðastaðir stimplað sig inn. Urriðaveiðin hefur gefið rígvæna urriða um og yfir 70cm ár hvert.
Veitt er á Vesturbakkanum og veiðistaðirnir eru mjög fjölbreyttir eða allt frá frábærum andstreymisstöðum með púpu (Efst í Höskuldsvík), stórri breiðu með stórum urriða (Jónsabreiða) í þurrflugu paradís (Neðst á svæðinu). Í laxinum er það sama, göngustaðir sem er alltaf þess virði að tjékka á (Spónhylur, Höskuldsvíkurbrot,Tvíhólmi), brot þar sem er alltaf fiskur (Dýjaveitur,Breiðeyrarbrot) eða hraðir strengir sem eru einsog hannaðir fyrir fluguveiði (Hrúteyjarkvísl,símastrengur).
Breiðeyri, Syðsteyjarkvísl,Rauðhólsvík og allir hinir staðirnir eru svo glæsilegir staðir sem falla einhverstaðar á milli.
Áin er mjög breið á þessum kafla svo að stórar einhendur og tvíhendur eru nauðsyn ef að þú ætar að veiða alla staðina en á sama tíma eru algengustu mistök veiðimanna á svæðinu að fara óvarlega og vaða út þegar að fiskurinn getur verið allveg við landið, t.d. Í Dýjaveitum, Hrúteyjarkvísl og Símastreng.
Það er svo erfitt að finna staði með fallegri náttúru en Laxá í Aðaldal.
Seldar eru 3 stangir, hálfan dag í senn. Veiðitími er 7-13 og 16-22 en eftir 15. ágúst 7-13 og 15-21.
Fluguveiði er eingöngu leyfileg og það er skylduslepping á öllum fiski. Skylduslepping þýðir að undir engum kringumstæðum á að drepa fisk, ef að fiskurinn er ekki að jafna sig skal skilja hann eftir á rólegum stað yfir daginn/nóttina til að gefa honum vafann.
Ef að lax deyr er hann eign landeiganda og skal koma honum á Tjörn, ef enginn er heima skal skilja hann eftir fyrir utan húsið.
Ekkert hús fylgir svæðinu en það er mikið af gistingu í Aðaldalnum sem ætti samt að bóka með sem mestum fyrirvara þar sem hún bókast hratt.
Veiðimenn geta óskað að fá myndband með veiðistaðalýsingu þar sem að farið er yfir alla staðina og hvernig á að nálgast þá með tilliti til vað leiða og veiði. Ef þú óskar eftir því skal hafa samband við veiðivörð með minnst 3 daga fyrirvara.
Kaupandi skuldbindur sig til að skrá veiði í veiðibók. Veiðileyfi fást ekki endurgreidd.
Vegslóði við svæðið er i góðu standi og haldið við en það borgar sig að vera á jeppa eða jeppling.
Landeigendur hafa verið að merkja fiska síðustu ár svo vinsamlega tilkynnið alla merkta fiska sem þið veiðið og reynið að hafa mælingar sem nákvæmastar.